Móðurafl

Móðurafl veitir þjónustu sem snýst um stuðning við barneignaferlið í heild og að það ferli megi verða ánægjulegt og uppbyggjandi fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Þjónustan felst því ekki hvað síst í því að veita þann stuðning og það rými sem til þarf svo svo megi verða. Þjónusta Móðurafls felst í fæðingarmarkþjálfun, eflandi fæðingarundirbúningi, doulustuðningi, sængurleguþjónustu sem og kennslu í ungbarnanuddi með áherslu á tengslamyndun. Einnig er hægt að velja stuðning með hómópatíu og markþjálfunarnálgun er ávalt notuð til eflingar og þess að komast enn lengra í að skapa þína draumafæðingu og þitt draumalíf. 

Skráðu þig á póstlista hér fyrir neðan!

Dagny Erla_A5A7584 (2).jpg

Um Móðurafl

Hjá Móðurafli getur þú fengið hagnýta og eflandi fæðingarfræðslu og undirbúning þar sem þú lærir að æfa upp bjargráð fyrir fæðinguna. Fæðingarfélaginn fær auk þess góða fræðslu um hvernig hann geti verið besti stuðningur sem hægt er að hugsa sér! Móðurafl veitir einnig fæðingar- og sængurlegudouluþjónustu og leiðbeinir með ungbarnanudd og fleiri tengslamyndandi leiðir auk þess að undirbúa mæður fyrir lifið eftir fæðingu. Móðurafl var því stofnað til að styðja við konur í öllu barneignarferlinu. Máttur kvenna er mikill og víðtækur, ekki einungis koma konur börnum sínum í þennan heim heldur hafa þær gríðarlega stórt hlutverk við að aðstoða nýju manneskjuna sem er mætt við að vaxa og dafna og verða sú manneskja sem henni var ætlað að verða. Hlutverk föðurs eða annarar mikilvægrar ímyndar í lífi barnsins skal aldrei vanmetið og er barninu nauðsyn og er feðrum að sjálfsögðu tekið fagnandi við ósk um aðstoð. Fæðing barns er eitthvað það stórkostlegasta sem gerist í lífi foreldra og kallar gjarnan fram allan tilfinningaskalann. Auk gleðinnar getur getur þetta ferli því einnig auðveldlega vakið upp vanmátt.  Stuðningur á þessu tímabili er afar mikilvægur sem og fræðsla um hvert er hægt að leita eftir skilningi og til að efla sig. Starfsemi móðurafls felst í persónulegum og hlýjum stuðningi við konur á meðgöngu sem og fæðingarfélaga þeirra hvort heldur er með eflandi fæðingarundirbúningi, douluþjónustu, aðstoð með nýburann eða annarri einstaklingsmiðaðri þjónustu. Að móðurafli stendur Dagný Erla Vilbergsdóttir.

240_F_75784378_gKscgv4yiiTt4HIHWUrKMtwYh