
Ungbarnanudd
Ungbarnanudd losar um spennu, bætir svefn, eykur vellíðan, þroska og öryggistilfinningu og hefur mjög víðtækan ávinning fyrir barnið og tengsl milli barnsins og foreldra en rík áhersla er lögð á mikilvægi tengslamyndunar og leiðir til að efla hana. Á námskeiðinu er einnig fræðsla um nýburann sem og krílasöngur. Að nudda barnið snýst um svo miklu meira en nuddstrokurnar sjálfar. Við lærum að hlusta á barnið og skynja betur þarfir þess í gegnum snertingu, slökun og augnsamband. Þannig byggjum við upp traust og virðingu.
Ungbarnanuddstímarnir eru gæðastundir, bæði fyrir barnið og foreldrana.
Staðsetning: Lífsgæðasetur St.Jó, Suðurgötu 41, Hafnarfirði.
Í Lífsgæðasetrinu er frábær aðstaða og hægt að koma með nesti til að nærast í yndislegu umhverfi að nuddi loknu.
Verð: 19.900,- Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námsgögn og nuddolía.
Skráning á: , í síma 698-2977 eða með skilaboðum á facebook síðunni Móðurafl.
Hægt að fá sér leiðbeiningar varðandi magakveisunudd.
Í vetur kemur námskeið í ungbarnanuddi á netið!