636189977993323865-GettyImages-94368331.

Ungbarnanudd

Ungbarnanudd losar um spennu, bætir svefn, eykur vellíðan, þroska og öryggistilfinningu og hefur mjög víðtækan ávinning fyrir barnið og tengsl milli barnsins og foreldra. Á námskeiðinu er einnig skemmtileg fræðsla um nýburann sem og krílasöngur. Að nudda barnið snýst um svo miklu meira en nuddstrokurnar sjálfar. Við lærum að hlusta á barnið og skynja betur þarfir þess í gegnum snertingu, slökun og augnsamband. Þannig byggjum við upp traust og virðingu. 


Hafðu samband til að panta námskeiðshald, kynningu fyrir hóp eða einkakennslu, t.d. í kveisunuddi.​

 

©2018 modurafl.is.