Ég valdi að hafa Doulu í minni þriðju fæðingu. Ég var sérstaklega ánægð með Dagnýju. Hún stillti sig vel inn á mínar þarfir fyrir og í fæðingunni. Hún er mjög fróð og áhugasöm um fæðingar. Og veitti það mér m.a. öryggi og þann stuðning sem ég þurfti.

Brynja Rut Vilhjálmsdóttir

Dagný var með frábæra fæðingarfræðslu og þó að þetta væri mín fimmta meðganga þá lærði ég margt nýtt hjá henni. Hún er með góða nærveru og var alltaf tilbúin að ráðleggja mér og styðja mig á meðgöngunni. Síðustu dagana fyrir fæðingu þá kom hún og nuddaði mig svo ég slakaði aðeins á og í fæðingunni sjálfri þá var hún frábær stuðningur. Hún nuddaði mig þar sem ég fann til og hjálpaði þannig við að lina hríðaverkina. Svo þegar drengurinn okkar fæddist þá tók hún mjög fallegar myndir. Takk fyrir mig ❤️

Katrín Ösp Magnúsdóttir

Doula er að mínu mati ómissandi í fæðingunni. Ég var með doulu í 1. fæðingunni og valdi að hafa Dagný sem doulu í 2. fæðingunni. Hún veit allt um það hvernig hægt er að hjálpa í öllu ferlinu, í meðgöngunni, til að fara af stað, í hríðum, í rembingunni og eftir fæðingunni einnig. 
Dagný er ekki bara fróð, hún hefur yndislega nærveru og gefur mikið af sjálfum sér.
Að hafa doulu hefur flýtt mikið fæðinguna fyrir mig, ég var bara í 4 tímum í fyrstu fæðingunni á fæðingardeildinni, og 1h30 í annarri fæðingunni :)
Svo hefur Dagný einnig hjálpað mikið pabbanum að taka virkan þátt í fæðingunni.
Takk kærlega fyrir hjálpina ❤️

Marie Huby

Við gætum ekki mælt meira með elsku Dagný doulunni okkar, sem fylgdi okkur í gegnum allt okkar ferli ♥

Hennar þjálfun, stuðningur og undirbúningur skilaði sér svo sannarlega í magnaðri heimafæðingu í Björkinni og erum við svo innilega þakklát fyrir hana.

Sandra og Kristinn