Sængurleguþjónusta

Mother with a newborn.jpg

Hvernig stuðning get ég fengið eftir fæðingu?

Stuðningur í upphafi þessa nýja hlutverks getur skipt sköpum.

Það er gulls ígildi að undirbúa sig fyrir sængurleguna og hugsa útí hvernig stuðningi þú komir til með að hafa þörf fyrir sem nýbökuð móðir.

Fyrstu vikurnar eftir fæðingu nýs barns er sá tími þar sem það getur haldið okkur andlega heilum að læra að biðja um aðstoð. Þessi tími er tími þar sem þú upplifir gjarnan meiri gleði, frið og alsælu en þú upplifir líka gjarna meiri vanmátt, einmanaleika, depurð og þjáningu.

Hægt er að ráða til sín sængurlegudoulu til að koma og sinna þínum þörfum og veita þér uppbyggjandi aðstoð sem og aðstoð með nýburann og ýmislegt er tengist því að læra á nýtt lífsmynstur.

Heppilegt er að vera búinn að ráða hjálpina áður en barnið kemur í heiminn en velkomið er að hafa samband hvenær sem þörfin kemur upp. Þjónustan er sniðin að þínum þörfum og hægt að velja úr og búa til  mismunandi "pakka".

Stuðningurinn miðar að því að skapa rými fyrir móðurina til að aðlagast og takast á við nýjar aðstæður og miðar alltaf að því að vera uppbyggjandi fyrir móður sem og samband móður og barns. 

Dæmi um þá þjónustu sem er í boði koma hér á eftir og hægt að velja úr og setja saman eftir þörfum. Oftast er þörf á og gott að vinna úr fæðingarupplifuninni og almennt er um stuðning við líðan móður eða foreldra að ræða, stuðning við brjóstagjöf og það að læra á nýburann en auk þess er hægt að fá aðstoð við eldamennsku, þvott og önnur létt heimilistörf ef vill. 

Dæmi um þjónustu:

 • Ég mæti með kraftmikla súpu eða næringarríkan drykk (fer eftir árstíð og aðstæðum) og fleira sem styður við uppbyggingu þína eftir meðgöngu og fæðingu.

 • Ég hlusta af alúð og vil heyra þig tjá þig um fæðinguna og þá gleði eða sorg sem þú ert að upplifa, aðrar tilfinningar eða hvað sem þú hefur þörf fyrir.

 • Ég gríp í verkfæri markþjálfunar þegar ég finn þörf fyrir að styðja þig í að skoða hug þinn varðandi áskorandi viðfangsefni eða við að komast áfram.

 • Ég styð þig í að hlusta á þarfir nýburans þíns og læra inná umönnun hans ef þú vilt aðstoð við það.

 • Ég get leiðbeint þér/ykkur við ungbarnanudd og aðrar góðar leiðir til tengslamyndunar bæði milli foreldra og nýbura sem og við systkini ef við á.

 • Ég get gefið þér endurnærandi fótanudd meðan við tölum eða bara meðan þú hvílist.

 • Ég get stutt þig varðandi það að takast á við áskoranir brjóstagjafar.

 • Ég færi þér sængurlegugjöf sem þú getur að hluta valið sjálf, svo sem mjólkuraukandi te, heilandi jurtir í setbað eða annað sem þú hefur þörf fyrir.

 • Ég get hjálpað þér að undirbúa róandi og heilandi setbað sem dregur saman vef fæðingarvegsins og hugsanlegar rifur.

 • Fyrir þær sem vilja nýta sér heilandi meðferð náttúrulegra hómópatalyfja til að ýta undir og flýta fyrir bataferli, vinna úr álagi, styðja við mjólkurframleiðslu og brjóstagjöf og fleira, get ég leiðbeint og boðið uppá hómópatískar remedíur sem lærður hómópati.

 • Ég get matreitt heilsusamlegan mat á heimili þínu/ykkar eftir uppskrift sem við höfum valið saman.

 • Við getum notið heilandi kakó ceremóníu með hreinu, endurlífgandi lífrænu kakói frá Perú.

 • Ég get leiðbeint þér varðandi róandi æfingar fyrir taugakerfið og fært þér bjargráð varðandi það að auka hugarró að nóttu og degi.

 • Lokun á viðkvæmum og opnum líkama konunnar með Rebozo.

 • Saman getum við svo ákveðið ýmislegt annað eftir þínum þörfum.

 • Ath. get einnig veitt stuðning með því að sjá um ungabarnið um stund meðan móðir/foreldrar ná nauðsynlegri hvíld, sem og mögulega yfir nótt/nætur.

 

Með því að ráða til þín sængurlegudoulu tekur þú stórt skref í átt að mjúkri lendingu eftir fæðingu, en nýir foreldrar og þá sérstaklega mæður þurfa allan þann stuðning og umhyggju sem hægt er að fá.

Þegar við höfum lokið samvinnu okkar munt þú/þið búa yfir fleiri úrræðum varðandi það að huga að sjálfri/um þér, ykkur og nýfædda barninu þínu/ykkar.

Verð fyrir staka heimsókn: 75 mín 15.000, 120 - 150 mín 25.000,-                                                                        Ef fleiri en 5 heimsóknir 15% afsláttur.

Mæli með að ef um 10 heimsóknir er að ræða, sé þeim dreift yfir fyrstu 6 vikurnar, sem er sá tími sem er svo gríðarlega mikilvægt að móðirin geti hvílst, jafnað sig og endurnærst eftir meðgöngu og fæðingu. Þetta er einnig mikilvægur tími tengslamyndunar og þess að læra að hlusta á þarfir nýja einstaklingsins. Þessir fyrstu fjörutíu dagar eiga að vera “heilagir dagar hvíldar og virðingar.

Gott að hafa heimsóknirnar þétt fyrst og svo getur smám saman liðið lengra á milli. T.d. fyrstu 5 – 6 heimsóknirnar á fyrstu 10 – 14 dögnunum og svo í hverri viku þangað til 6 vikum eftir fæðingu. Að þeim tíma liðnum, getur móðirin/paríð óskað eftir frekari stuðningi ef þörf/áhugi er fyrir og markþjálfun fyrir mæður í fæðingarorlofi er einnig annar valkostur í framhaldinu.

"Að þiggja umhyggju og stuðning í sængurlegu, er góð fjárfesting í móðurhlutverki þínu og lífinu framundan" 

Dagný Erla - doula