Eftirfæðingarþjónusta

NMC-Graduate-Badge-2019.png
NMC-Graduate-Badge-2019.png
mae-contato-bebe.jpg
mae-contato-bebe.jpg

Stuðningur og þjónusta í upphafi móðurhlutverksins

Stuðningur í upphafi þessa nýja hlutverks getur skipt sköpum og það að hugsa fyrir því hvernig stuðningi þú komir til með að hafa þörf fyrir sem nýbökuð móðir er gott að hugsa út í fyrirfram.

Fyrstu vikurnar eftir fæðingu nýs barns er sá tími þar sem það getur haldið okkur andlega heilum að læra að biðja um aðstoð. Þessi tími er tími þar sem þú upplifir gjarnan meiri gleði, frið og alsælu en þú upplifir líka gjarna meiri vanmátt, einmanaleika, depurð og þjáningu.

"Hæðirnar verða hærri en áður en þú eignaðist barn en lægðirnar verða líka lægri".

Þegar maður er úrvinda og illa sofinn getur verið erfitt að komast í gegnum þessar djúpu lægðir sem stundum virðast engan enda ætla að taka. 

Hægt er að ráða til sín sængurlegudoulu til að koma og sinna þínum þörfum og veita aðstoð með nýburann og ýmislegt er tengist því að læra á nýtt lífsmynstur.

Heppilegt er að vera búinn að ráða hjálpina áður en barnið kemur í heiminn en velkomið er að hafa samband hvenær sem þörfin kemur upp. Þjónustan er sniðin að þínum þörfum og hægt að velja um mismunandi "pakka". Allt að 12 vikna þjónustu.

Stuðningurinn miðar að því að skapa rými fyrir móðurina til að aðlagast og takast á við nýjar aðstæður og miðar alltaf að því að vera uppbyggjandi fyrir móður sem og samband móður og barns. 

Sem dæmi um þá þjónustu sem er í boði er aðstoð með nýburann eða barni jafnvel sinnt á meðan móðirin/foreldrar vinna upp svefn (um nætursvefn getur einnig verið að ræða). Stuðningur við líðan móður, brjóstagjöf, það að læra á nýburann eða vinna úr fæðingarreynslu eru dæmi um þann stuðning sem er í boði auk þess að komið sé heim og eldað, aðstoðað við þvott og önnur létt heimilistörf ef vill.