Hómópatía

Hómópatía er heildræn einstaklingsmiðuð meðferð sem ætlað er að koma á jafnvægi til að virkja eigin lækningamátt. Hómópatían er mild og áhrifarík leið til að vinna á hvaða einkennum eða kvillum sem upp kunna að koma, hvort heldur er líkamlegum, andlegum eða tilfinningalegum. Notuð eru hómópatalyf sem virka sem hvatar að því að koma á jafnvægi og ýta undir getu líkamans til að lækna sig sjálfur.

Helsti kostur hómópatíunnar er að hægt er að stuðla að betri líðan jafnvel þótt einkenni séu ekki orðin afgerandi eða falli undir ákveðinn sjúkdóm. Einstaklingar með sömu sjúkdómsgreiningu fá einnig að öllum líkindum ekki sömu hómópataúrlausnina þar sem einstaklingarnir geta haft mismunandi einkenni þrátt fyrir sama sjúkdóm. 

Hómópatían er náttúrulegur valkostur þegar kemur að meðhöndlun ýmissa kvilla eða vanlíðunar.

Ég lærði hómópatíu frá The College of Practical Homoeopathy í Birmingham á árunum 2002 - 2006 og útskrifaðist sem Hómópati LCPH í febrúar 2007. Strax fyrir útskrift var ég farin að sérhæfa mig í að sinna hópnum barnshafandi konur, ófrjósemi, fæðing, ungabörn og börn almennt og er það sá hópur sem ég gef mig út fyrir að sinna í dag.

Til að finna hvaða úrlausn hentar hverjum, er tekin ítarleg saga viðkomandi í hómópataviðtali.

Hómópataviðtal má panta í síma: 698-2977eða á dagnyerla@modurafl.is
Staðsetning: Strandgata 11, Hafnarfirði.

Frjósemi og meðganga

Hómópatía í og eftir fæðingu

Hómópatía fyrir börn

Beautiful-pregnant-woman-touching-her-be
newborn_edited.jpg
download.jpg

Mild og áhrifarík leið

Virkar fljótt og örugglega

Unnið út frá einkennum

Hómópatía hefur gagnast vel við að koma á betra líkamlegu og andlegu jafnvægi til að auka líkur á getnaði, auk þess er t.a.m. hægt að ýta undir örvun á eggbúskap svo eitthvað sé nefnt.
Á Meðgöngu er hómópatían mild og áhrifarík leið við hinum ýmsu kvillum; s.s. ógleði, þreytu, bjóstsviða, bjúg, bakverk, æðahnútum og gyllinæð. Hún getur sömuleiðis verið góð hjálp við andlegri vanlíðan; s.s. kvíða, hræðslu og depurð.

Í fæðingu getur hómópatían verið einstök og áhrifarík hjálp til að ferlið gangi betur og hægt að meðhöndla jafnóðum þau einkenni sem upp koma.
Eftir fæðingu er hómópatían öflug hjálp til að vinna úr álagi fæðingarinnar, líkamlegu og andlegu og til að koma líkamanum fljótt og vel í gott stand og styðja við móðurina. Einnig góður valkostur ef upp koma brjótabólgur, stálmi eða önnur einkenni. Viðskiptavinum í dúluþjónustu býðst einnig stuðningur með hómópatíu.

Börn sýna gjarnan skýr einkenni þegar ójafnvægi kemur upp, ef líkaminn ræður einhverra hluta vegna ekki við að leiðrétta þau sjálfur geta þau þróast út í sjúkdóma. Einkenni birtast sem viðbrögð við áreiti og álagi og eru merki um viðleitni líkamans til að ná aftur jafnvægi og heilsu. Með hómópatíunni vinnum við eftir einkennunum að því að koma aftur á fyrra jafnvægi og því mikilvægt að taka vel eftir einkennum sem barnið sýnir til að auðvelda val á remedíu/því hómópatalyfi sem hentar best hverju sinni.