Search

Hvað er doula?

Updated: Jul 21, 2020

Orðið doula er grískt að uppruna og hafði tilvísun í það að þjóna, það var síðar tekið upp í sambandi við það að þjóna konum í barneignarferlinu og stendur nú fyrir stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu.


Stuðningurinn miðar ekki síst að því að búa til öruggt rými fyrir viðkomandi til að treysta á sjálfan sig, treysta sér til að vera í aðstæðunum og vaxa og þroskast svo þessi reynsla megi verða uppbyggjandi og eflandi.


Í mínum huga nær orðið doula einmitt utan um þetta. Það að vera til staðar fyrir verðandi móður og foreldra sem og nýfædda foreldra og hlusta á þeirra þarfir, óskir og þrár og eins kvíða, hræðslu og jafnvel skelfingu og styðja þau í að leita lausna, vera til staðar fyrir þau í að framfylgja þeim og leiðbeina með bjargráð og úrræði. Að fylla fæðingartöskuna af bjargráðum á meðgöngunni með aðstoð doulu gerir það að verkum að foreldrar geta gripið það verkfæri upp úr töskunni sem hentar hverju sinni til að takast á við það sem þeir mæta. Það hjálpar okkur að eiga góða fæðingarupplifun og fæðingarupplifunin getur svo sannarlega orðið góð þó að lífið hendi til okkar krefjandi eða ófyrirséðum verkefnum. Það að hafa doulu á staðnum sem hefur farið með ykkur í gegnum ykkar undirbúning veitir öryggi og ró og orðið doula finnst mér því fyrst og fremst standa fyrir ástríkan stuðning sem veitir öryggi og byggir á virðingu fyrir þér og þínum óskum, barninu þínu og þínum nánustu.


Í fæðingu getum við mætt alls konar áskorunum en með þeim undirbúningi sem farið hefur verið í gegnum á meðgönugunni og stöðugum stuðningi í fæðingunni byggðum á þekkingu á þér og þínum þörfum, því að vera til staðar, því að minna á úrræði, hjálp við að anda og vera í aðstæðunum, hjálp við að njóta og fá létt á líkamlegum óþægindum, fá hughreystingu og öryggistilfinningu af að þér og maka þínum sé sinnt og hjálpað til við að skilja aðstæður og tjá óskir ykkar gefur almennt mjög góða raun í fæðingu.


Rannsóknir sína að samfelldur stuðningur doulu í fæðingu auki verulega líkur á eðlilegri fæðingu og minnki líkurnar á notkun deyfilyfja og áhalda. Rannsóknirnar benda einnig til þess að fæðingarnar taki styttri tíma og mæður séu ólíklegri til að gangast undir keisaraskurð. Þær sýna einnig minni líkur á að móðir upplifi neikvæðar tilfinningar gagnvart fæðingunni og að stuðningur doulunnar auki sjálfsöryggi þeirra. Auk þess hefur viðvera doulu góð áhrif á samband foreldra í kjölfar fæðingar og minni líkur eru á fæðingarþunglyndi. Aukið sjálfsöryggi mæðranna skilar sér líka í betri samskiptum við barnið.


Þjónusta doulu er misjöfn frá einni doulu til annarrar og flestar sérhæfa sig á einhvern hátt. Bakgrunnur þeirra og reynsla er ólík sem gefur tóninn varðandi sérhæfi hverrar og einnar.


Frekari upplýsinga sem og/eða ósk um doulustuðning má biðja um á dagnyerla@modurafl.is eða í síma 698-2977.

#doula #fæðingarundirbúningur #stuðningur í fæðingu #stuðningur eftir fæðingu
29 views0 comments

Recent Posts

See All