Search

Þegar Hermann kom í heiminn


Í upphafi síðasta árs gaf ég út bókina ”Þegar Hermann kom í heiminn” eftir skemmtilega samvinnu við dönsku höfundana Jesper Manniche og Susanne Warming heimafæðingarljósmóður. Bókin heitir á frummálinu: Da Knud kom ud en í minni þýðingu: Þegar Hermann kom í heiminn. Um yfirlestur sá Kristbjörg Magnúsdóttir, ljósmóðir.

Bókin er falleg, fræðandi og sérlega skemmtileg saga sem skrifuð er fyrir börn um meðgöngu og fæðingu og undirbúning þess að eignast systkini. Það er Hermann sjálfur, barnið í bumbunni, sem segir söguna og bókin og lýsir náttúrulegu fæðingarferli og kemur um leið frábærum upplýsingum til foreldra um hvað það er sem skiptir máli í fæðingunni svo hún geti gengið sem best fyrir sig. Bókin er full af góðum umræðuefnum og fræðslumolum og er því gott innleg í fræðslu barna á skemmtilegan, skiljanlegan og hispurslausan hátt um meðgöngu og fæðingu barns. Bókin er skrifuð út frá heimafæðingu en á erindi við alla. Það er ósk mín að þessi bók verði gott innlegg í það að kynslóðin sem er að vaxa alist upp við góðar fæðingarsögur frá upphafi í stað þess að heyra hræðslusögur sem geta haft mótandi áhrif á þeirra framtíð!

Mæli með þessari bók fyrir öll börn stór og smá, sem og fullorðna.

Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi og er til sölu hjá Pennanum sem og þýðanda.

Dagný Erla Vilbergsdóttir - modurafl.is.

67 views0 comments

Recent Posts

See All