Meðgöngujóga með fæðingarundirbúningi

Meðgöngujóga er einstaklega góð leið til að viðhalda góðri heilsu og líkamsstyrk á meðgöngu, jógaiðkunin dregur úr verkjum, bætir líkamsstöðu, auðveldar djúpslökun og færir vellíðan. Meðgöngujóga er góður kostur til að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir fæðinguna. Meðgöngujógatímar eru stundir sem þú tekur frá fyrir þig og ófædda barnið þitt til að tengjast, nærandi stundir fyrir líkama og sál í hópi annarra barnshafandi kvenna þar sem þú færð góða fræðslu og undirbúning fyrir fæðinguna.

exercising-beautiful-pregnant-woman-at-h

Meðgöngujóga

 Meðgöngujógatímarnir einkennast af einföldum jógastöðum sem auka styrk, úthald og liðleika. Mjúkar teygjur til að losa um spennu auk öndunaræfinga, slökunar og hugleiðslu. Fræðsla um fæðingarferlið, bjargráð og hvernig hægter  að vinna með líkamanum í fæðingu. Góður andlegur og líkamlegur undirbúningur fyrir fæðinguna og nærandi samvera með öðrum barnshafandi konum.


Skráning og upplýsingar um næstu námskeið á facebooksíðunni Móðurafl eða með því að hafa samband hér:

Paradagur

Haldnir verða Paradagar sem sér námskeiðsdagur fyrir þátttakendur á meðgöngujóganámskeiðunum. Um er að ræða paraundirbúning þar sem farið verður í ítarlega fræðslu um fæðingarferlið, ýmis bjargráð, stöður og stellingar, nudd o.fl. en boðið verður uppá Paradag á 4. - 6. vikna fresti og verður þá um að ræða laugardag frá 12 - 16 og ganga þau fyrir sem eiga settan dag fyrr þar sem um litla hópa er að ræða.

Pregnant-couple1.jpg

Móðurafl og markþjálfun

Hér á síðunni getur að líta þá þjónustu sem Móðurafl bíður uppá í kringum meðgöngu, fæðingu og umönnun ungabarns. Um er að ræða dúluþjónustu og fæðingarundirbúning, eflandi fæðingarundirbúningsnámsskeið, hómópatíu og ungbarnanudd.

Markþjálfun fer fram í persónulegum viðtölum. Hægt er að bóka viðtöl í almennri markþjálfun eða fæðingarmarkþjálfun. Einnig er hægt að óska eftir námsráðgjöf í tengslum við  markþjálfunina.

Staðsetning: 

Viðtöl: Strandgata 11, Hafnarfiðri.

Námskeið: Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgötu 41, Hafnarfirði.