Fæðingarundirbúningur

Næstu námskeið í Fæðingarfærni eru haldin:

16. jan. - 6. feb. 2020  (auk hittings eftir fæðingu)

16. apríl - 7. maí 2020  (auk hittings eftir fæðingu)

Móðurafl stendur fyrir námskeiðunum Fæðingarfærni sem fara fram í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði. Námskeiðin felast í eflandi fæðingarundirbúningi, þar sem konur og fæðingarfélagar þeirra eru undirbúin á þann hátt að þau eigi sem bestar líkur á góðri fæðingarupplifun, með minni verkjaupplifun og meiri trú á eigin getu. Á námskeiðunum eru kennd bjargráð sem gagnast gríðarvel til að hjálpa líkamanum að öðlast þann frið og þá slökun sem til þarf til að allt gangi sem best. Einnig er farið ítarlega í hvað hefur áhrif á fæðingarhormónin og hvað móðirin geti gert til að auka flæði þeirra sem og hvað hafi heftandi áhrif á þau og geri þar með fæðinguna lengri og meira krefjandi. Á námskeiðunum öðlast þátttakendur góðan skilning á fæðingarferlinu í heild en slíkt hefur mikið að segja og ekki hvað síst fyrir fæðingarfélagann sem fær þjálfun í hvernig hann getur verið ómetanlegur stuðningur í fæðingu sem og við brjóstagjöf. Kennd er öndunartækni bæði fyrir útvíkkunartímabilið; 1. stig fæðingarinnar og fyrir fæðinguna sjálfa; 2. stig fæðingar.
Námskeiðinu Fæðingarfærni er skipt niður í fjóra hittinga fyrir fæðingu og einn eftir fæðingu, í þeim fyrsta og síðasta mætir fæðingarfélagi með en í öðrum og þriðja tímanum eru það tilvonandi mæður sjálfar sem þjálfa upp bjargráðin sín svo sem öndun, slökun og sjónsköpun og fá fræðslu um brjóstagjöf og ýmislegt fleira. Mæðurnar fá einnig stuðning af hvor annarri og búið er til stuðningsnet fyrir hvern hóp. Eftir að allar hafa fætt er einn hittingur (tími fundinn í sameiningu eftir að allar hafa fætt og er haldinn að morgni til) fyrir mæðurnar þar sem farið er yfir fæðingarupplifunina. Þátttakendum á námskeiðunum Fæðingarfærni gefst einnig kostur á nánari samskiptum í lokuðum facebook hópum þar sem hægt er að veita stuðning og leita ráða.

Móðurafl býður einnig uppá douluþjónustu og meðgöngufylgd. Douluþjónustan felst í samfelldum stuðningi á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (sjá nánar undir flipanum douluþjónusta). Meðgöngufylgdin felst í stuðningi á meðgöngu og eftir fæðingu en mæður hafa þá möguleikann á að bæta fæðingunni við og eru þá komnar í fulla douluþjónustu. Auk almennrar douluþjónustu má svo bæta við stuðningi eftir þörfum.

Hvað fæðingarundirbúning varðar er einnig hægt að óska eftir einstaklingsmiðuðum undirbúningi.

Verð á námskeiðið fæðingarfærni: 29.900,- 

Ath. mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið.

Einstaklingsmiðaður fæðingarundirbúningur: 1 skipti: 15.000 2. skipti: 25.000,-

Fæðingarspjall, úrvinnsla og undirbúningur: 12.000,-

Fæðingarundirbúningsnámskeiðið            Fæðingarfærni

Fjögur skipti, tveir tímar í senn og einn hittingur að auki eftir fæðingu. Makar/fæðingarfélagar mæta í 1. og  4. tíma.

Eflandi fæðingarundirbúningur í litlum hópum þar sem konur og fæðingarfélagar þeirra fá ítarlega fræðslu um fæðingarferlið og eru undirbúin á þann hátt að þau eigi sem bestar líkur á góðri fæðingarupplifun, með minni verkjaupplifun og meiri trú á eigin getu. Á námskeiðunum eru kennd bjargráð sem gagnast gríðarvel til að hjálpa líkamanum að öðlast þann frið og þá slökun sem til þarf til að allt gangi sem best. Sjá nánar hér fyrir ofan.

Næsta námskeið: 17. okt. - 7. nóv. kl: 18 - 20 í Lífsgæðasetrinu, Suðurgötu 41, Hafnarfirði. Sjá næstu námskeið hér fyrir ofan.

Einstaklingsmiðaður fæðingarundirbúningur

Eitt - tvö skipti,
Tveir tímar í senn!

Fæðingarundirbúningur fyrir par eða konu og fæðingarfélaga hennar. Hér er um nokkurs konar einkafræðslu og þjálfun að ræða sem gefur pörum meiri möguleika á undirbúningi út frá þeirra þörfum. Ef um tvö skipti er að ræða innihalda tímarnir ítarlega fræðslu á fæðingarferlinu í heild og lögð er inn þjálfun á ýmsum bjargráðum sem stuðla að betri fæðingarupplifun. Ef um eitt skipti er að ræða fer það algjörlega eftir óskum parsins hvað farið er yfir. Eftirfylgd og frekari aðstoð ef óskað er.

 

©2018 modurafl.is.