Jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun ?
Er þessi hagnýta og eflandi fæðingarfræðsla og þjálfun fyrir þig ?

Vilt þú læra að vinna með líkama þínum og huga og öðlast trú á eigin getu og að fæðingarfélagi þinn öðlist færni í að verða besti fæðingarstuðningurinn fyrir þig og eingast meiri líkur á...

        Markmið námskeiðanna felst í eflandi fæðingarundirbúningi, þar sem konur og fæðingarfélagar þeirra eru undirbúin á þann hátt að þau eigi sem bestar líkur á góðri fæðingarupplifun, með minni verkjaupplifun og meira öryggi og trú á eigin getu og tilhlökkun í stað ótta. Á námskeiðunum eru kennd bjargráð sem gagnast gríðarvel til að hjálpa líkamanum að öðlast þann frið og þá slökun sem til þarf til að allt gangi sem best. Einnig er farið ítarlega í hvað hefur áhrif á fæðingarhormónin og hvað móðir og maki geta gert til að auka flæði þeirra sem og hvað hafi heftandi áhrif á þau og geri þar með fæðinguna lengri og meira krefjandi. Á námskeiðunum öðlast þátttakendur góðan skilning á fæðingarferlinu í heild en slíkt hefur mikið að segja og ekki hvað síst fyrir fæðingarfélagann sem fær þjálfun í hvernig hann getur verið ómetanlegur stuðningur í fæðingu sem og við brjóstagjöf. Kennd er öndunartækni bæði fyrir útvíkkunartímabilið; 1. stig fæðingarinnar og fyrir fæðinguna sjálfa; 2. stig fæðingar. Óskalisti ræddur og farið yfir fæðingarstöður og stellingar sem og líkamlegar styrktaræfingar og teygjur til undirbúnings fyrir fæðingu.
 

Námskeiðinu er skipt niður í tvo hittinga fyrir fæðingu (og ef áhugi er fyrir hendi úrvinnslu eftir fæðingu). Maki /fæðingarfélagi mætir með í bæði skiptin en möguleiki er á að bæta við tíma fyrir tilvonandi mæðurnar sjálfar sem þjálfa upp bjargráðin sín áfram svo sem öndun, slökun, sjónsköpun og jákvæðar staðhæfingar og ýmislegt fleira sem unnið hefur verið með eða einstaklings tímum í fæðingarmarkþjálfun þar sem hver og ein vinnur með og fær þjálfun í að takast á við sínar áskoranir. Mæðurnar fá einnig stuðning hvor af annarri og búið er til stuðningsnet fyrir hvern hóp. Eftir að allar hafa fætt býðst mæðrunum að hittast í "eftirfæðingarkaffispjalli" (tími fundinn í sameiningu eftir að allar hafa fætt og er haldinn fyrri part dags) þar sem m.a. er farið yfir fæðingarupplifunina. Pör eða  mæður geta einnig bókað sig í persónulega fæðingarúrvinnslu. Þátttakendum á námskeiðunum fæðingarþjálfun gefst einnig kostur á nánari samskiptum í lokuðum facebook hópum þar sem hægt er að veita stuðning og leita ráða.

Móðurafl býður einnig uppá douluþjónustu og meðgöngufylgd. Douluþjónustan felst í samfelldum stuðningi á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (sjá nánar undir flipanum douluþjónusta og eftirfæðingarþjónusta). Meðgöngufylgdin felst í stuðningi á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu en mæður hafa þá möguleikann á að bæta fæðingunni við og eru þá komnar í fulla douluþjónustu. Auk almennrar douluþjónustu má svo bæta við stuðningi eftir þörfum eða velja eftirfæðingarþjónustuna eina og sér.

Hvað fæðingarundirbúning varðar er einnig hægt að óska eftir einstaklingsmiðuðum undirbúningi.

"Jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun".  Fæðingarfræðsla og þjálfun, hagnýtur og eflandi fæðingarundirbúningur í litlum hóp!

What-To-Look-For-in-a-Home-for-Expecting

Tvö skipti, tveir og hálfur til þrír tímar í senn. Makar/fæðingarfélagar mæta með. Hægt að bæta við hóptíma fyrir mæður sem og einstaklings fæðingarmarkþjálfun.

Eflandi fæðingarundirbúningur í litlum hópum þar sem konur og fæðingarfélagar þeirra fá ítarlega fræðslu um fæðingarferlið og eru undirbúin á þann hátt að þau eigi sem bestar líkur á góðri fæðingarupplifun, með minni verkjaupplifun og meiri trú á eigin getu. Á námskeiðunum eru kennd bjargráð sem gagnast gríðarvel til að hjálpa líkamanum að öðlast þann frið og þá slökun sem til þarf til að allt gangi sem best. Sjá nánar hér fyrir ofan.

Upplýsingar og bókanir á: dagnyerla@modurafl.is

s: 698-2977.

Einstaklingsmiðaður fæðingarundirbúningur

Stocksy_txp0752a45cIpX100_Small_167240.j

Tvö skipti, tveir og hálfur til þrír tímar.
Hægt að bæta við þjálfunartíma fyrir móðurina sem og slökunar og nuddtíma með rebozo!

Fæðingarundirbúningur fyrir par eða konu og fæðingarfélaga hennar. Hér er um nokkurs konar einkafræðslu og þjálfun að ræða sem gefur pörum meiri möguleika á undirbúningi út frá þeirra þörfum. Tímarnir innihalda ítarlega fræðslu á fæðingarferlinu í heild og lögð eru inn þjálfun á ýmsum bjargráðum sem stuðla að betri fæðingarupplifun. Farið yfir hvernig fæðingarfélaginn getur verið besti stuðningur sem hægt er að hugsa sér. Eftirfylgd og frekari aðstoð ef óskað er.

Tímapöntun og upplýsingar á: dagnyerla@modurafl.is

s: 698-2977