Douluþjónusta

Hvað er doula og hvers vegna að ráða sér doulu? Doula er kona sem er menntuð í að styðja foreldra fyrir, í og eftir fæðingu. Doula styður foreldrana í þeirra óskum varðandi fæðingu barns þeirra. Doula er fagmanneskja sem foreldrar ráða til sín sem samfelldan stuðning á meðgöngu, í og eftir fæðingu. Doulan hittir foreldrana nokkrum sinnum á meðgöngu, kynnist þeim, þeirra óskum og þörfum, veitir fæðingarfræðslu og undirbúning, kennir öndunar- og slökunartækni og ýmislegt fleira. Veitir umönnun og stuðning í fæðingunni og styður við fyrstu skrefin með nýja barninu og hlúir að móður, m.a. með úrvinnslu á fæðingu. Doula er viðbótarstuðningur við ljósmóður og maka/fæðingarfélaga og vinnur útfrá  kærleiksríkum stuðningi, þekkingu og reynslu af fæðingum en tekur ekki læknisfræðilegar athuganir eða ákvarðanir. Rannsóknir sýna fram á að viðvera doulu í fæðingu styttir meðal annars fæðingartíma, margfaldar líkurnar á að ekki komi til keisara eða annarra inngripa í fæðingu og eykur líkurnar á góðri fæðingarupplifun til muna. Þetta skapast ekki síst af því sambandi og trausti sem myndast hefur milli verðandi foreldra og doulu, fræðslunni á meðgöngu, samfelldri viðveru í fæðingu, þekkingar hennar og reynslu sem leiðir til þess að verðandi foreldrar upplifa sig öruggari og afslappaðri og vita að passað er uppá þeirra óskir varðandi fæðinguna. Doulan leggur sig fram um að auka á þægindi þeirra og er ekki síður stuðningur fyrir makann eða fæðingarfélagann sem getur þá betur einbeitt sér að atlotum við sína fæðandi konu vitandi að þau fái aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Doulan getur einnig tekið myndir fyrir parið óski þau þess.  Vegna viðveru doulu geta foreldrar svo farið í gegnum fæðingarferlið eftirá með einstkalingi sem var viðstaddur allan tímann og getur fyllt í eyðurnar ef þarf sem og hjálpað til við úrvinnslu á einstaka atvikum eða fæðingarreynslunni í heild. Ég legg mig fram um alúðlegan stuðning og fagmennsku og er alltaf til staðar á ykkar forsendum og við vinnum útfrá ykkar óskum um það hver ykkar draumafæðing er. Hér fyrir neðan getur að líta þá þjónustu sem ég býð uppá. Ég vil einnig benda á að á heimsíðunni doulur.is má svo finna meiri fróðleik og fleiri doulur, þar sem mikilvægt er að þú ráðir þá doulu sem þér líður vel með. Velkomið að panta kynningarfund, ykkur að kostnaðarlausu, til að fara yfir hvernig stuðning þið óskið eftir og hvernig stuðning doulan getur veitt ykkur.

956673670_beautiful_pregnant_lady_plue_x

Meðgöngufylgd

douluþjónusta án viðveru í fæðingu.

Meðgöngufylgd felur í sér að mestu leiti sömu þjónustu og almenn douluþjónusta sem sjá má hér fyrir neðan, utan samfelldu viðverunnar í fæðingunni. Með meðgöngufylgd færðu allan þann persónulega undirbúning sem þú þarft til að gera þig tilbúna í þá fæðingu sem þú vilt sjá fyrir þér eða þá fæðingu sem þú þarft að sættast við vegna aðstæðna. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvað er innifalið í þjónustunni.

Almenn douluþjónusta

undirbúningur á meðgöngu, viðvera í fæðingu, úrvinnsla og stuðningur eftir fæðingu.

Almenn douluþjónusta felst í persónulegri þjónustu og undirbúningi fyrir þig og maka þinn/fæðingarfélaga sem ákvarðast af hvers konar stuðningi/undirbúningi þú/þið leitið eftir sem og almennri fræðslu um fæðingarferlið. Farið er yfir gagnleg bjargráð í fæðingunni og þau gjarnan þjálfuð upp. Farið er yfir hvers þið óskið og hvers konar aðhlynningu þið viljið í fæðingunni. Aðstoð við gerð óskalista ef vill og fleira eftir óskum hvers og eins. Hér fyrir neðan má sjá hvað er innifalið í almennri douluþjónustu.

dd03b5b2452cbfa181cdb8f8fa611ac1 (3).jpg
mothers-love-659685_1920.jpg

Stærri douluþjónusta

douluþjónusta með meiri stuðningi, fleiri heimsóknir og meiri þjónusta.

Líkt og í almennri douluþjónusta felst þjónustan í persónulegum undirbúningi fyrir þig og maka þinn/fæðingarfélaga sem ákvarðast af hvers konar stuðningi/undirbúningi þú/þið leitið eftir sem og almennri fræðslu um fæðingarferlið. Farið er yfir gagnleg bjargráð í fæðingunni og þau gjarnan þjálfuð upp. Farið er yfir hvers þið óskið og hvers konar aðhlynningu þið viljið á meðgöngu og í fæðingunni. Aðstoð við gerð óskalista ef vill og fleira eftir óskum hvers og eins. Við val á þessari þjónustu fáið þið fleiri undirbúningstíma og frjálst aðgengi að mér með það sem þið viljið fá aðstoð við. Hér fyrir neðan má sjá hvað er innifalið í lúsus douluþjónustu.

 

Hvað innifelur þjónustan?

Doula hjálpar þér að verða vel undirbúin fyrir fæðinguna, að upplifa öryggi sama hvernig fæðingin verður, að taka ákvörðun um hvað er rétt fyrir þig, að upplifa nærveru og ró í fæðingunni, að hafa maka/fæðingarfélaga sem er betur meðvitaður um hlutverk sitt og gildi nærveru hans.

"Ég valdi að hafa Doulu í minni þriðju fæðingu. Ég var sérstaklega ánægð með Dagnýju. Hún stillti sig vel inn á mínar þarfir fyrir og í fæðingunni. Hún er mjög fróð og áhugasöm um fæðingar og veitti það mér m.a. öryggi og þann stuðning sem ég þurfti".

Brynja Rut Vilhjálmsdóttir.

Meðgöngufylgd

Innifalið í meðgöngufylgd er:

 • Kynningarfundur sem engin skuldbinding er af (ca. 30 mín. - getur líka verið í gegnum síma/zoom)

 • Tveir eins og hálfs til tveggja tíma hittingar fyrir settan dag þar sem farið er yfir undirbúning út frá þínum aðstæðum og óskum, axla/bak-, fóta- og/eða rebozo nudd innifalið ef vill.​

 • Aðstoð við gerð óskalista ef vill.

 • Námskeiðið fæðingarfærni á hálfvirði, sjá næstu námskeið hér undir flipanum: fæðingarundirbúningur. 

 • Möguleiki á að kalla mig út í fæðingunni t.d. við þörf á rebozo nuddi og fleiru en rebozo nudd getur hjálpað til við að koma barninu neðar í grindina t.d. (Ef þetta er nýtt bætist gjald ofan á þjónustuna).

 • Meðan á vinnu okkar saman stendur má á hvaða tímapunkti sem er, breyta yfir í frekari þjónustu, hvort heldur er almenna douluþjónustu eða stærri douluþjónustu.​​

 • símaaðgengi í 5 vikur kringum settan dag sem og eftir að fæðing er komin í gang. 

 • Tveir hittingar eftir fæðingu til að vinna úr fæðingunni og e.t.v. aðstoð við brjóstagjöf, umönnun og tengslamyndun. Óhindrað símaaðgengi eftir þörfum eftir fæðinguna fyrstu 6 vikurnar. ​

 • Ef þú óskar eftir Meðgöngufylgd, sendu mér þá póst á dagnyerla@modurafl.is eða hringdu í 698-2977.

Almenn douluþjónusta

Innifalið í almennri douluþjónustu er:

 • Kynningarfundur sem engin skuldbinding er af (ca. 30 mín. - getur líka verið í gegnum síma/zoom).

 • Tveir (til þrír ef meðgangan dregst á langinn) eins og hálfs til tveggja tíma hittingar fyrir settan dag þar sem farið er yfir undirbúning út frá þínum óskum, axla/bak-, fóta- og/eða rebozo nudd innifalið.​

 • Aðstoð við gerð óskalista ef vill.

 • Námskeiðið fæðingarfærni á hálfvirði, sjá næstu námskeið hér undir flipanum fæðingarundirbúningur.  ​

 • Meðan á vinnu okkar saman stendur má á hvaða tímapunkti sem er, breyta yfir í Stærri douluþjónustu.​​

 • ótakmarkað símaaðgengi í 5 vikur kringum settan dag. 

 • Ég er á vaktinni í 5 vikur í kringum settan dag, þ.e. frá 37 - 42 vikum (ef fæðingin á sér stað fyrir eða eftir þann tíma, geri ég allt til að komast samt sem áður).

 • Samfelld viðvera í fæðingunni, sama hversu langan tíma hún tekur.​

 • Einn til tveir hittingar eftir fæðingu til að vinna úr fæðingunni og e.t.v. aðstoð við brjóstagjöf, umönnun, tengslamyndun. Ótakmarkað símaaðgengi eftir þörfum eftir fæðinguna fyrstu 6 vikurnar. ​​​

 • Ef þú óskar eftir douluþjónustu, sendu mér þá póst á dagnyerla@modurafl.is eða hringdu í 698-2977.​​​​

Fæðingarþjálfun og douluþjónusta

Innifalið í stærri douluþjónustu:

 • Kynningarfundur sem engin skuldbinding er af (ca. 30 mín. - getur líka verið í gegnum síma/zoom).

 • Samtals 6 hittingar í fæðingarmarkþjálfun, fræðslu og undirbúningi fyrir fræðingu. Aðgengi að mér eftir ykkar þörfum í gegnum tölvupóst eða síma.

 • Ótakmarkað símaaðgengi í 5 vikur í kringum settan fæðingardag.

 • Ég er á vaktinni í 5 vikur í kringum settan dag, þ.e. frá 37 - 42 vikum (ef fæðingin á sér stað fyrir eða eftir þann tíma, geri ég allt til að komast samt sem áður).

 • Samfelld viðvera í fæðingunni, sama hversu langan tíma hún tekur.​

 • Einn til tveir hittingar eftir fæðingu til að vinna úr fæðingunni og e.t.v. aðstoð við brjóstagjöf, umönnun, tengslamyndun. Símaaðgengi eftir þörfum eftir fæðinguna fyrstu 6 vikurnar. ​

 • Ef þú óskar eftir þessari douluþjónustu, sendu mér þá póst á dagnyerla@modurafl.is eða hringdu í síma 698-2977.​​​