Vilt þú...

... fara inní fæðingu barnsins þíns full af tilhlökkun, ró og trú á eigin getu?

"Þjálfun Dagnýjar, stuðningur og undirbúningur,

skilaði sér svo sannarlega í magnaðri fæðingu".

Fæðingarmarkþjálfun

Fæðingarupplifun þín lifir með þér alla tíð, hversu dýrmætt er það að gera hana að eflandi reynslu sem gefur þér styrk inn í foreldrahlutverkið og lífið allt.

Fæðingarmarkþjálfun er persónumiðaður fæðingarundirbúningur út frá þínum áskorunum og áætlunum. Fæðingarmarkþjálfunin inniheldur einnig ffæðingarfræðslu, þjálfun og stuðning sem kemur þér alla leið af heilum hug. Hún brúar bilið frá því sem þú óskar þér til þess að takast það.

Fæðingarmarkþjálfun
 gerir þér kleift að fara inn í fæðinguna full af trú á eigin getu, eiga verkjaminni fæðingarupplifun, vel upplýst um allt ferlið með vel upplýstan fæðingarfélaga sem kann að sinna þínum þörfum í fæðingunni og reynslan verður enn dýrmætari fyrir ykkur bæði.

Fæðingarþjálfunin samanstendur af ítarlegri fræðslu um allt fæðingarferlið stig af stigi og hvernig fæðingarfélaginn getur stutt þig á hverju stigi, hvernig vinna megi á kvíða og hræðslu, markþjálfun fyrir móðurina þar sem unnið er með einstaklingsbundnar áskoranir gagnvart fæðingunni, þjálfun móður og maka/fæðingarfélaga í bjargráðum fyrir fæðinguna og plan gert varðandi það að þjálfa upp leiðir fyrirfram sem hjálpa þér að vinna þig í gegnum fæðinguna.

Þú færð einstakar leiðbeiningar og stuðning við að þjálfa upp fæðingaröndun og slökun og fleiri bjargráð og við að undirbúa þig andlega og líkamlega.

Þú færð stuðning alla leið gegnum stundirnar okkar, netsamskipti og tíma eftir fæðinguna þar sem farið er í gegnum fæðingarupplifunina og hugað verður vel að þér og hvort þú þurfir frekari stuðning.

Hvernig stuðning vantar þig?

Endilega sendu mér skilaboð eða tölvupóst með þínum óskum eða frekari upplýsingum um persónulega fæðingarmarkþjálfun eða námskeið í fæðingarþjálfun.

Dagný Erla - fæðingarmarkþjálfi og doula.

Hringdu

698-2977

...eða sendu mér tölvupóst

... eða kíktu á 

  • Facebook
  • Instagram