308745776_821569302216721_7853832294817985991_n_edited.jpg

Hér fyrir þig

Ég er búin að vera fæðingardoula síðan 2016 og elska að styðja við verðandi mæður og foreldra í því stóra þroskaferli sem fæðing er. Mitt markmið er að stuðla að því að fæðingarupplifun þín verði sem best í heild og að það ferli megi verða ánægjulegt og uppbyggjandi. Þjónustan felst því ekki hvað síst í því að veita þann stuðning og það rými sem til þarf svo svo megi verða.

Douluþjónusta

Hvað er doula og hvers vegna að ráða sér doulu? Doula er kona sem er menntuð í að styðja foreldra fyrir, í og eftir fæðingu. Doula styður foreldrana í þeirra óskum varðandi fæðingu barns þeirra. Doula er fagmanneskja sem foreldrar ráða til sín sem samfelldan stuðning á meðgöngu, í og eftir fæðingu. Doulan hittir foreldrana nokkrum sinnum á meðgöngu, kynnist þeim, þeirra óskum og þörfum, veitir fæðingarfræðslu og undirbúning, kennir öndunar- og slökunartækni og ýmislegt fleira. Veitir umönnun og stuðning í fæðingunni og styður við fyrstu skrefin með nýja barninu og hlúir að móður, m.a. með úrvinnslu á fæðingu. Doula er viðbótarstuðningur við ljósmóður og maka/fæðingarfélaga og vinnur útfrá  kærleiksríkum stuðningi, þekkingu og reynslu af fæðingum en tekur ekki læknisfræðilegar athuganir eða ákvarðanir. Rannsóknir sýna fram á að viðvera doulu í fæðingu styttir meðal annars fæðingartíma, margfaldar líkurnar á að ekki komi til keisara eða annarra inngripa í fæðingu og eykur líkurnar á góðri fæðingarupplifun til muna. Þetta skapast ekki síst af því sambandi og trausti sem myndast hefur milli verðandi foreldra og doulu, fræðslunni á meðgöngu, samfelldri viðveru í fæðingu, þekkingar hennar og reynslu sem leiðir til þess að verðandi foreldrar upplifa sig öruggari og afslappaðri og vita að passað er uppá þeirra óskir varðandi fæðinguna. Doulan leggur sig fram um að auka á þægindi þeirra og er ekki síður stuðningur fyrir makann eða fæðingarfélagann sem getur þá betur einbeitt sér að atlotum við sína fæðandi konu vitandi að þau fái aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Doulan getur einnig tekið myndir fyrir parið óski þau þess.  Vegna viðveru doulu geta foreldrar svo farið í gegnum fæðingarferlið eftirá með einstkalingi sem var viðstaddur allan tímann og getur fyllt í eyðurnar ef þarf sem og hjálpað til við úrvinnslu á einstaka atvikum eða fæðingarreynslunni í heild. Ég legg mig fram um alúðlegan stuðning og fagmennsku og er alltaf til staðar á ykkar forsendum og við vinnum útfrá ykkar óskum um það hver ykkar draumafæðing er. Hér fyrir neðan getur að líta þá þjónustu sem ég býð uppá. Ég vil einnig benda á að á heimsíðunni doulur.is má svo finna meiri fróðleik og fleiri doulur, þar sem mikilvægt er að þú ráðir þá doulu sem þér líður vel með. Velkomið að panta kynningarfund, ykkur að kostnaðarlausu, til að fara yfir hvernig stuðning þið óskið eftir og hvernig stuðning doulan getur veitt ykkur.

Hafðu samband

Ég hlakka alltaf til að styðja við og kynnast nýjum verðandi foreldrum. Sendu mér skilaboð!

698-2977