Minimal Office

Fæðingarmarkþjálfun

Fæðingarmarkþjálfun og ráðgjöf

Almenn markþjálfun

"Markþjálfun er ferli sem felst í því að hjálpa annarri manneskju að hámarka frammistöðu sína og getu. Markþjálfun gerir ekki ráð fyrir að það þurfi að laga fólk - þvert á móti hjálpar hún þeim að finna og þróa styrkleika sína. Hún gengur út frá þeirri forsendu að fólk hafi svörin innra með sér og að hlutverk markþjálfans sé að hjálpa fólki að yfirstíga innra viðnám og truflun, gefa endurgjöf og veita leiðsögn."  Robert Dilt.

 

Markþjálfun er því máttugt tæki í sambandi við þjálfun fyrir fæðingu/fæðingarundirbúning?

Fæðingarmarkþjálfun 

Fæðingarmarkþjálfun er byggð á markþjálfasamtölum ásamt ráðgjöf varðandi aðferðir til að auka líkurnar á að ná takmarki þínu og líða vel með það sem að höndum ber.  

  • Fæðingarmarkþjálun gerir sýn þína skýrari á það sem þú stefnir að í fæðingu og hvers vegna.

  • Um opin samskipti er að ræða til að greina hræðslu og kvíða frá hvernig aðstæður eru í raun og hvaða leiðir gagnast vel til að vinna á hræðslu- og kvíðavekjandi hugsunum fyrir fæðingu.

  • Viðkomandi er aðstoðaður við að þróa með sér jákvætt hugarfar og tilfinningar til verðandi fæðingar.

  • Í fæðingarmarkþjálfun og ráðgjöf færð þú tækifæri til að þjálfa upp ýmis bjargráð fyrir fæðinguna, svo sem öndunaraðferðir, notkun sjónsköpunar og jákvæðra staðhæfinga auk þess að fara yfir fæðingarstöður og stellingar ef vill.  

  • Viðkomandi er frjálst að hafa fæðingarfélaga sinn með í viðtölum eða sér paratímum.

 

Kynningarverð í janúar 2020:

Stakur tími (50 mín): 6.000,- 

Þrír tímar: 15.000,-

Fimm tímar: 23.000,-

Almennt verð:

Stakur tími (50 mín) 8.000,-

Þrír tímar: 21.000

Fimm tímar: 31.000,-

Þeim sem eru í fæðingarmarkþjálfun er ráðlagt að taka einstaklingsmiðaðan fæðingarundirbúningur með maka eða fæðingarfélaga (um tveir og hálfur tími) sem er á 15.000,- í stað 18.000,- fyrir þá sem eru í fæðingarmarkþjálfun.

Sjá nánar undir flipanum Fæðingarundirbúningur.

Bóka má samtal í síma 698-2977 eða á dagnyerla@modurafl.is

Staðsetning: Lífsgæðasetrið, Suðurgötu 41, Hafnarfirði.

©2018 modurafl.is.