Minimal Office

Fæðingarmarkþjálfun

Fæðingarmarkþjálfun og ráðgjöf

Almenn markþjálfun

Markþjálfunarsamtalið hentar einstaklega vel til sjálfsskoðunar og þess að skoða möguleika sína, framtíðarsýn og hvernig maður nær auknum árangri og skilvirkni. Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hann getur nýtt styrkleika sína til að láta þá sýn verða að veruleika. Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans leiðir til nýrra lausna og tækifæra, draumum og væntingum eru breytt í skýr markmið með tilheyrandi mótun aðgerða og er markþjálfunin framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun.

Fæðingarmarkþjálfun og hvað þú færð út úr henni.

Fæðingarmarkþjálfun er byggð á markþjálfasamtölum ásamt ráðgjöf varðandi aðferðir til að auka líkurnar á að ná takmarki þínu og líða vel með það sem að höndum ber.  

  • Fæðingarmarkþjálun gerir sýn þína skýrari á það sem þú stefnir að í fæðingu og hvers vegna.

  • Um opin samskipti er að ræða til að greina hræðslu og kvíða frá hvernig aðstæður eru í raun og hvaða leiðir gagnast vel til að vinna á hræðslu- og kvíðavekjandi hugsunum fyrir fæðingu.

  • Viðkomandi er aðstoðaður við að þróa með sér jákvætt hugarfar og tilfinningar til verðandi fæðingar.

  • Í fæðingarmarkþjálfun og ráðgjöf færð þú tækifæri til að þjálfa upp ýmis bjargráð fyrir fæðinguna, svo sem öndunaraðferðir, notkun sjónsköpunar og jákvæðra staðhæfinga auk þess að fara yfir fæðingarstöður og stellingar ef vill.  

  • Viðkomandi er frjálst að hafa fæðingarfélaga sinn með í viðtölum eða sér paratímum.

 

Kynningarverð út október:

Stakur tími (50 mín): 6.000,- 

Þrír tímar: 15.000,-

Fimm tímar: 23.000,-

Almennt verð:

Stakur tími (50 mín) 8.000,-

Þrír tímar: 21.000

Fimm tímar: 31.000,-

Þeim sem eru í fæðingarmarkþjálfun býðst einstaklingsmiðaður fæðingarundirbúningur með maka eða fæðingarfélaga (um tveri og hálfur tími) á 15.000,- í stað 18.000,- 

Sjá nánar undir flipanum Fæðingarundirbúningur.

Bóka má samtal í síma 698-2977 eða á dagnyerla@modurafl.is

Staðsetning: Lífsgæðasetrið, Suðurgötu 41, Hafnarfirði.

©2018 modurafl.is.